Garðar Jónsson, starfandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitafélaga, hefur látið af störfum sem forstjóri. Þetta staðfestir Aldís Hilmarsdóttir, stjórnarformaður stofnunarinnar.
Aldís segir í samtali við mbl.is að hann hafi stigið niður sem forstjóri vegna persónulegra ástæðna.
Aðeins eru þrír mánuðir síðan Garðar tók við starfinu. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri stofnunarinnar, var sendur í leyfi í desember eftir að grunur vaknaði um að hann og Bragi Rúnar Axelsson hafi ráðstafað innheimtuverkefnum í þágu annars þeirra.