Garðar hættur sem forstjóri

Ísafjörður. Mynd úr safni.
Ísafjörður. Mynd úr safni. mbl.is

Garðar Jónsson, starfandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitafélaga, hefur látið af störfum sem forstjóri. Þetta staðfestir Aldís Hilmarsdóttir, stjórnarformaður stofnunarinnar.

Aldís segir í samtali við mbl.is að hann hafi stigið niður sem forstjóri vegna persónulegra ástæðna.

Aðeins eru þrír mánuðir síðan Garðar tók við starfinu. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri stofnunarinnar, var sendur í leyfi í desember eftir að grunur vaknaði um að hann og Bragi Rúnar Axelsson hafi ráðstafað innheimtuverkefnum í þágu annars þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert