Hjón gáfu 30 milljónir í söfnun vegna stríðsins

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjón, sem ekki vilja láta nafn síns getið, gáfu 30 milljónir króna í morgun, í söfnun Rauða kross Íslands til styrktar hjálparstarfi vegna stríðsins í Úkraínu. 

Alls hafa um hundrað milljónir króna safnast. RÚV greinir frá.

Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sagði í kvöldfréttum RÚV að söfnunin gengi vel. Einnig gengi hjálparstarfið í Úkraínu vel, en þó sé ekki hægt að komast með aðstoð á suma staði vegna bardaga.

Auk fjáröflunarinnar er verið að vinna að því að safna fötum, undirbúa komu flóttafólks til landsins og fleira.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert