Ísland hafi fjarlægt auðkýfing af listanum

Alexander Lukashenko er sagður náinn bandamaður nafna síns Moshenskys. Utanríkisráðherra …
Alexander Lukashenko er sagður náinn bandamaður nafna síns Moshenskys. Utanríkisráðherra Íslands er ósammála því. AFP

Eitt þekktasta andlit stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi, fullyrðir í samtali við Stundina að Ísland hafi fengið hvítrússneskan auðkýfing fjarlægðan af lista yfir auðkýfinga sem Evrópusambandið hugðist beita refsiaðgerðum. 

„Okkur var sagt hreint út oftar en einu sinni: „Ísland fjarlægði hann af listanum“,“ er haft eftir stjórnarandstæðingnum, Nataliu Kalidu.

Auðkýfingurinn sem um ræðir heitir Aleksander Moshensky. Hann á í miklum tengslum við Ísland. Hann er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi og á hann fyrirtæki sem verslar með íslenskan fisk. 

Ráðuneytið ósammála

Í umfjöllun Stundarinnar er Moshensky sömuleiðis sagður náinn bandamaður nafna síns Lukashenkos, forseta Hvíta-Rússlands. 

Þessu er utanríkisráðuneytið ósammála miðað við það sem haft er eftir því í Stundinni. Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segir ráðuneytið að það telji það orðum aukið að ræðismaðurinn sé náinn bandamaður forsetans. Af þeim sökum hafi ekki þótt ástæða til þess að endurskoða stöðu Mohenskys sem kjörræðismanns.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert