Lóan er komin að kveða burt snjóinn

Lóan er komin og vorið því á næsta leiti.
Lóan er komin og vorið því á næsta leiti. Ómar Óskarsson

Lóan er komin að kveða burt snjóinn og það á jafndægrum að vori en það er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Um það leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni hvar sem er á jörðinni.

Frá þessu greinir Fuglaathugunarstöð Suðausturlands á Facebook.

Fimm fuglar sáust á túni við Grænahraun í Nesjum, ein í Gaulverjabæ og sjö í Grunnafirði, að því er segir í færslu Fuglaathugunarstöðvarinnar.

Lóan er því heldur fyrr á ferðinni en á síðasta ári, en þá sást fyrst til hennar 28. mars, í fjörunni við Stokkseyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert