Risaframkvæmd Ratcliffes á áætlun

Framkvæmdir í Vesturárdal hófustu í haust og hafa ekki farið …
Framkvæmdir í Vesturárdal hófustu í haust og hafa ekki farið fram hjá neinum í Vopnafirði. Miklir efnisflutningar hafa verið frá svæðinu.

„Það hafa komið tímabil þar sem snjór og bylur trufluðu en framkvæmdirnar eru meira og minna á áætlun,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project.

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Vopnafirði við byggingu veiðihúsa á vegum breska auðmannsins Jims Ratcliffes. Annars vegar er verið að byggja nýtt og stórglæsilegt hús í Vesturárdal en hins vegar stækka veiðihúsið við Selá. Íslenskir aðalverktakar sjá um byggingu hússins í Vesturárdal en Mælifell á Vopnafirði um stækkunina við Selá. Framkvæmdirnar hafa ekki farið fram hjá neinum í Vopnafirði enda efnisflutningar tíðir og þá hefur þurft að flytja vinnuafl á staðinn. Þannig hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lagt undir sig Hótel Tanga og eru öll herbergi þar bókuð heilt ár fram í tímann.

„Stækkunin við Selá klárast sennilega eftir einn og hálfan mánuð eða svo og verður tilbúin fyrir sumarið. Stefnt er að verklokum í Vesturárdal á næsta ári,“ segir Gísli.

Svona mun svæðið í landi Ytri-Hlíðar líta út samkvæmt tölvuteikningu …
Svona mun svæðið í landi Ytri-Hlíðar líta út samkvæmt tölvuteikningu arkitektanna. Alls er um að ræða sex hús auk hlöðu og bílskúrs Mynd/PWP Architects

Eins og kom fram í Morgunblaðinu þegar uppbygging Ratcliffes var kynnt síðasta sumar hyggst hann leggja minnst fjóra milljarða í byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á næstu misserum. Auk áðurnefndra húsa eru þetta veiðihús við Hofsá í Vopnafirði og Miðfjarðará í Bakkafirði. „Við erum að ræða við bændur við Hofsá um það hvort þeir vilji nýtt hús, við erum að semja um það. Hönnun á húsinu við Miðfjarðará er lokið og búið að velja staðsetningu þess. Nú er verið að gera nákvæma kostnaðaráætlun og fara í val á tækjum, efnisval og fleira. Við vonumst til að geta byrjað á því húsi síðar á þessu ári,“ segir Gísli.

Fundað með heimamönnum

Áform Jims Ratcliffes lúta að því að hingað komi fleiri laxveiðimenn sem láti sig, líkt og hann sjálfur, viðgang og verndun norðuratlantshafslaxins varða. „Til þess að hægt sé að búa til tekjur sem standa undir þessum rannsóknarverkefnum þarf að sækja viðskiptavini sem vilja borga hærra verð. Slíkir viðskiptavinir óska eftir betri aðstöðu en við höfum áður getað boðið.“

Gísli Ásgeirsson og sir Jim Ratcliffe í Selá sumarið 2019
Gísli Ásgeirsson og sir Jim Ratcliffe í Selá sumarið 2019 mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Og það virðist ljóst að nýju húsin munu svara þeirri eftirspurn. Þannig er viðbyggingin við Selá sögð vera ein stór svíta eða álma sem ætluð er einum viðskiptavini hverju sinni. Veiðihúsið í Vesturárdal er í raun sex hús saman í þyrpingu auk bílskúrs og hlöðu. Þau verða alls um 1.400 fermetrar en rúma samt aðeins 16 gesti í gistingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert