Inga Þóra Pálsdóttir
Aðilar í ferðaþjónustu hér á landi segja innrás Rússa í Úkraínu ekki hafa haft mikil áhrif á starfsemi þeirra. Þó sé enn mikil óvissa í geiranum, sem er að vakna aftur til lífs síns eftir nánast tveggja ára dvala vegna heimsfaraldurs Covid-19.
„Ástandið í Austur-Evrópu býr auðvitað til mikla óvissu og óvissa er alltaf óheppileg fyrir ferðalög. Enn sem komið er er ekki að sjá merki þess í bókunum, en ef þetta dregst á langinn þá er ekki ólíklegt að þetta muni hafa áhrif á ferðalög,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, við Morgunblaðið.
Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center-hótela og formaður FHG, Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, talar um fínan gang í bókunum fyrir sumarið.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.