Fleiri rafbílar njóti ívilnunar

Bílar í umferðinni í Reykjavík.
Bílar í umferðinni í Reykjavík. mbl.is

Lagt er til að hámarksfjöldi rafmagnsbifreiða sem geta notið ívilnunar frá virðisaukaskatti verði aukinn úr 15 þúsund bifreiðum í 20 þúsund í drögum að frumvarpi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Að mati ráðuneytisins myndi fjölgun undanþága frá virðisaukaskatti fyrir fimm þúsund rafmagnsbifreiðar til viðbótar við þær 15 þúsund sem heimild er fyrir í gildandi lögum hafa í för með sér mikið tekjutap fyrir ríkissjóð á árunum 2022 og 2023. Að óbreyttri hámarksfjárhæð á hvern bíl er talið að tekjutapið gæti numið 5,7 milljörðum króna.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert