Fyrstu lömbin komin í Skarði í Landsveit

Anna Sigríður Erlendsdóttir hjá lömbunum.
Anna Sigríður Erlendsdóttir hjá lömbunum. Ljósmynd/Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir

Tvö lömb komu snemma í heiminn í Skarði í Landsveit eftir að ein kind bar þar tveimur gimbrum aðfaranótt sunnudags.

„Þetta er alltaf vorboði, að fá fyrstu lömbin,“ segir Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, bóndi í Skarði. Dóttir hennar, Anna Sigríður Erlendsdóttir, hugsar vel um lömbin og hefur þeim verið gefið sitt nafnið hvoru; Aldís og Guðrún.

Guðlaug veit ekki til þess að sauðburður sé hafinn á öðrum bæjum og segir sauðburðinn í raun ekki almennilega hafinn hjá sér. Þó sé alltaf ánægjulegt að sjá fyrstu lömbin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert