Skoða Hótel Sögu fyrir flóttafólk

Reynt er að fá Hótel Sögu til umráða fyrir flóttafólkið.
Reynt er að fá Hótel Sögu til umráða fyrir flóttafólkið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hótel Saga er á meðal þeirra kosta sem Útlendingastofnun mun mögulega fá til umráða og nýta í þágu flóttafólks frá Úkraínu, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, aðgerðastjóra fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Gylfi segir að búið sé að útvega nokkur hús á Bifröst þar sem flóttafólk frá Úkraínu getur dvalið en einnig íbúðir víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur aðgerðahópurinn einnig útvegað nokkra sumarbústaði í Ölfusborgum. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir Gylfi en bætir við að fólk dvelji ávallt fyrst í öðru húsnæði frá Útlendingastofnun.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert