„Ákveðið form af vanrækslu“

Þúsundir barna mæta ekki til tannlæknis ár hvert.
Þúsundir barna mæta ekki til tannlæknis ár hvert. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um fimm þúsund börn nýta sér ekki rétt sinn til gjaldfrjálsrar tannlæknaþjónustu á hverju ári. Unnið er að því að reyna að ná til þessara barna.

„Það eru kannski ýmsar ástæður fyrir því að svo mörg börn nýta sér ekki rétt sinn til gjaldfrjálsra tannlækninga. Við teljum að sum þessara barna séu af erlendu bergi brotin og forráðamenn þeirra viti sumir hreinlega ekki að þessi þjónusta standi til boða. Síðan býr einhver hluti barna við erfiðar félagslegar aðstæður þar sem tannheilsu þeirra er ekki sinnt frekar en mörgu öðru. Svo eru einhverjir sem veigra sér við að koma af ótta við að stofna til skulda,“ segir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands.

„Það er náttúrlega ákveðið form af vanrækslu þegar því er ekki sinnt að fara með börn til tannlæknis og börn eru hlunnfarin um þann rétt sem þau eiga á þessari heilbrigðisþjónustu,“ segir Jóhanna Bryndís. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert