Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

Teigsskógur í Reykhólasveit.
Teigsskógur í Reykhólasveit. mbl.is/Sigurður Bogi

Borgarverk ehf. bauð lægst í útboði Vegargerðarinnar um vegagerð um Teigs­skóg. Tilboðið nam 1.235 milljónum króna og var 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Alls buðu fjórir verktakar í verkið.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Framkvæmdirnar hafa reynst umdeildar. Landeigendur og náttúruverndarsamtök hafa meðal annars mótmælt gerð vegarins.

Tvö tilboð yfir áætluðum kostnaði

Auk Borgarverks ehf. buðu Norðurtak ehf., Skútaberg ehf., Suðurverk hf., og Íslenskir aðalverktakar hf. í verkið. Tilboð þeirra tveggja síðarnefndu voru yfir áætluðum verktakakostnaði.

Vegagerðin setur það skilyrði að verkinu skuli að fullu lokið þann 15. október 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert