Borgarverk ehf. bauð lægst í útboði Vegargerðarinnar um vegagerð um Teigsskóg. Tilboðið nam 1.235 milljónum króna og var 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði.
Alls buðu fjórir verktakar í verkið.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Framkvæmdirnar hafa reynst umdeildar. Landeigendur og náttúruverndarsamtök hafa meðal annars mótmælt gerð vegarins.
Auk Borgarverks ehf. buðu Norðurtak ehf., Skútaberg ehf., Suðurverk hf., og Íslenskir aðalverktakar hf. í verkið. Tilboð þeirra tveggja síðarnefndu voru yfir áætluðum verktakakostnaði.
Vegagerðin setur það skilyrði að verkinu skuli að fullu lokið þann 15. október 2023.