Ekki merkjanleg aukning í falsvarningi hér

Merkjanleg aukning á innflutningi falsaðs varnings greindist ekki.
Merkjanleg aukning á innflutningi falsaðs varnings greindist ekki. mbl.is/Hjörtur

Íslenska tollgæslan greindi ekki merkjanlega aukningu á innflutningi falsaðs varnings til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. Sérstaklega var fylgst með því hvort reynt væri að senda hingað fölsuð lyf eða varnar- og hlífðarbúnað eins og andlitsgrímur og aðrar líkamshlífar. Slíkt fannst ekki í neinum mæli, samkvæmt upplýsingum frá tollinum. Í einhverjum tilvikum fannst það sem kalla mátti „vafasaman“ búnað, en hann var ekki ætlaður til magnsölu.

Evrópulögreglan Europol greindi frá því fyrr í mánuðinum að í faraldrinum hefði orðið vart aukningar á fölsuðum vörum og sjóræningjavörum, það er vörum sem framleiddar eru án tilskilins leyfis rétthafa. Glæpasamtök voru fljót að bregðast við skorti á ýmsum vöruflokkum sem faraldurinn olli.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert