Guðni og Eliza „heimsins bestu foreldrar“

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid með nýju krúsirnar sínar …
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid með nýju krúsirnar sínar merktar: „Heimsins bestu foreldrar“. Ljósmynd/UNICEF

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku við bollum með áletruninni „Heimsins bestu foreldrar“ í setningu átaks heimsforeldra UNICEF á Íslandi, á Bessastöðum í dag.

Átakið sem ber einmitt yfirskriftina „Heimsins bestu foreldrar“ snýr að því að fjölga Heimsforeldrum svokölluðum sem gefa mánaðarlega ákveðna upphæð til hjálpar barna um allan heim.

Íslendingar eiga heimsmet í fjölda heimsforeldra, en um 25 þúsund manns styrkja UNICEF mánaðarlega á þennan máta.

Ný framlög fyrstu þrjá mánuðina renna til Úkraínu þar sem neyðin er sérstaklega mikil núna og gefst því tækifæri til að aðstoða börn sem þurfa að þola stríð í heimalandi sínu.

Munar ekkert um að styrkja

Guðni sagði í samtali við mbl.is að þau muni um að styrkja þetta góða starf reglulega, en forsetahjónin hafa verið heimsforeldrar í mörg ár.

„Ég hvet öll sem á því hafa tök að láta einhvert smáræði af hendi rakna, því safnast þegar saman kemur,“ segir Guðni.

Átakið nær hámarki þann 2. apríl í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF sem sýndur verður í ríkissjónvarpinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert