Andlát: Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir rithöfundur varð 86 ára.
Guðrún Helgadóttir rithöfundur varð 86 ára. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðrún Helga­dótt­ir, rit­höf­und­ur, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og for­seti Alþing­is, lést í nótt á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Mörk í Reykja­vík. Guðrún var 86 ára að aldri en hún fædd­ist í Hafnar­f­irði 7. sept­em­ber 1935.

For­eldr­ar Guðrún­ar voru þau Helgi Guðlaugs­son sjó­maður og Ingigerður Eyj­ólfs­dótt­ir hús­móðir. Hún gift­ist Hauki Jó­hann­es­syni verk­fræðingi árið 1957 og eignuðust þau eitt barn sam­an. Þau skildu tveim­ur árum síðar en árið 1964 gift­ist hún Sverri Hólm­ars­syni kenn­ara. Sam­an eignuðust þau þrjú börn. Þau skildu árið 1983.

Fyrst kvenna for­seti Alþing­is

Guðrún hlaut stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1955. Hún hóf störf hjá skól­an­um tveim­ur árum síðar sem rektors­rit­ari og var þar til árs­ins 1967. Síðar tók hún við sem deild­ar­stjóri fé­lags­mála- og upp­lýs­inga­deild­ar Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins, og gegndi hún því starfi á ár­un­um 1973 til 1980.

Guðrún var borg­ar­full­trúi í Reykja­vík á ár­un­um 1978 til 1983. Hún var rit­ari Alþýðubanda­lags­ins frá 1977 til 1983 og full­trúi í Norður­landaráði frá 1983 til 1988. Hún sat í þing­manna­nefnd EFTA/​EES á ár­un­um 1991 til 1995 og í út­varps­ráði 1995 og í trygg­ingaráði 1995.

Á ár­un­um 1979 til 1987 var Guðrún lands­kjör­inn alþing­ismaður og á ár­un­um 1987 til 1995 var hún alþing­ismaður Reyk­vík­inga. Þá var hún kjör­in for­seti sam­einaðs Alþing­is 1988 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti.

Ástsæll rit­höf­und­ur

Guðrún er þó ekki síður þekkt fyr­ir skáld­sög­ur sín­ar og leik­rit sem einkum voru ætluð börn­um og ung­ling­um. Skrifaði hún meðal ann­ars bæk­urn­ar um bræðurna Jón Odd og Jón Bjarna, sem komu út árið 1974, og einnig þríleik­inn Sitji guðs engl­ar, Sam­an í hring og Sæng­inni yfir minni.

Hef­ur henni verið lýst sem ein­um ást­sæl­asta barna­bóka­höf­undi Íslands en hún hef­ur hlotið fjölda verðlauna fyr­ir störf sín sem rit­höf­und­ur. Þar á meðal Verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar fyr­ir fram­lag sitt til ís­lenskr­ar tungu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert