ÁTVR unir ekki niðurstöðu Héraðsdóms

Arnar Sigurðsson eigandi Sante og Ívar Arndal forstjóri ÁTVR.
Arnar Sigurðsson eigandi Sante og Ívar Arndal forstjóri ÁTVR. Samsett mynd

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli stofnunnarinnar gegn Sante ehf, Santewines SAD og Bjórlandi ehf. 

Þetta kemur fram á vef ÁTVR í dag en héraðsdómur úrskurðaði í málinu í síðustu viku. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist í samtali við mbl.is í gær ekki sjá ástæðu til að áfrýja því dómurinn væri „ágætlega rökstuddur.“ 

ÁTVR hafði höfðað einka­mál gegn Bjór­landi og San­tew­ines þar sem stofn­un­in taldi fé­lög­in hafa valdið stofn­un­inni tjóni með sölu fé­lag­anna á áfengi í gegn­um net­söl­ur sín­ar. Fór ÁTVR meðal ann­ars fram á að viður­kennd yrði bóta­skylda vegna meints tjóns sem ÁTVR hefði orðið fyr­ir af sölu áfeng­is sem ekki var selt á grund­velli einka­leyf­is ÁTVR til smá­sölu áfeng­is hér á landi.

Fóru bæði Bjór­land og San­tew­ines fram á að mál­un­um yrði vísað frá dómi og töldu ÁTVR ekki eiga lögv­arða hags­muni af máls­höfðun­inni.

Í niður­stöðu héraðsdóms seg­ir að óum­deilt sé að ÁTVR sé aðild­ar­hæft að mál­inu. Dóm­kröf­ur stofn­un­ar­inn­ar hafi hins veg­ar lotið að fram­fylgd verk­efna sem sem ÁTVR sé falið sam­kvæmt lög­um. Seg­ir að stofn­un­in hafi ekki getað sýnt fram á það á hvaða laga­grund­velli lögv­arðir hags­mun­ir af úr­lausn máls­ins byggi og að ekki sé nægi­legt að vísa í al­mennt hlut­verk ÁTVR og mark­miðsákvæði laga sem byggi á lýðheilsu­sjón­ar­miðum og sjón­ar­miðum um sam­fé­lags­lega ábyrgð. Því geti ÁTVR ekki tal­ist hafa lögv­arða hags­muni af úr­lausn máls­ins.

Tek­ur dóm­ur­inn meðal ann­ars fram að ann­mark­ar á mála­til­búnaði ÁTVR séu slík­ir að þeir leiði til frá­vís­un­ar mál­anna í heild, frem­ur en að á þá reyni við efn­isúr­lausn máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert