Engin íslenska í Árnagarði

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er meðal annars til …
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er meðal annars til húsa í Árnagarði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, vekur athygli á skorti íslenskra leiðbeininga við hjartastuðtæki í Árnagarði í Facebook-hópnum Málspjall.

„Á leiðinni út rak ég augun í það að búið er að koma fyrir hjartastuðtæki í anddyrinu. Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku. Í Árnagarði af öllum húsum. Ef einhvers staðar í veröldinni á að hafa íslensku í heiðri er það þarna, beint á móti dyrunum inn á Árnastofnun,“ skrifar Eiríkur.

Í Árnagarði fer fram kennsla margra greina á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Þá eru einnig skrifstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum staðsettar í húsinu.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, segir íslenskuna eiga vera í heiðri …
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, segir íslenskuna eiga vera í heiðri í Árnagarði. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Óvirðing við málið

Eiríkur bætir við að það geti verið lífsnauðsynlegt að slíkar leiðbeiningar séu á íslensku.

„Fyrir utan þá óvirðingu sem íslenskunni er sýnd með því að hafa leiðbeiningar eingöngu á ensku er auðvitað lífsnauðsyn að leiðbeiningar af þessu tagi, sem varða bráðaaðgerðir sem geta skilið milli lífs og dauða, séu öllum skiljanlegar og á íslensku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert