Langreyður veidd í sumar

Væntanlega verða stórhveli skorin í hvalastöðinni í sumar.
Væntanlega verða stórhveli skorin í hvalastöðinni í sumar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við ætl­um á hval­veiðar í sum­ar,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf. Hann reikn­ar með að veiðarn­ar hefj­ist í júní og standi fram í sept­em­ber eft­ir því sem veður leyf­ir.

Reiknað er með að um 150 manns starfi á hval­veiðiskip­un­um, í hval­stöðinni í Hval­f­irði og í vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði. Þar er hluti afurðanna unn­inn. Kristján met­ur markaðshorf­ur betri nú en und­an­far­in ár.

Hann seg­ir að Hval­ur hf. hafi lent í langri tog­streitu við Mat­væla­stofn­un (MAST) vegna hval­stöðvar­inn­ar í Hval­f­irði. Það sé aðalástæða þess að ekki hafi verið haldið til hval­veiða eft­ir 2018 fyrr en nú. Hval­ur hf. fékk ótíma­bundið leyfi til vinnslu hvala­af­urða 2021. 

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka