Lífslíkur jukust í faraldrinum

Skýrslan var kynnt í Norræna húsinu í dag.
Skýrslan var kynnt í Norræna húsinu í dag. mbl.is

Lífslíkur jukust lítillega í kórónuverufaraldrinum á Norðurlöndunum, fyrir utan Svíþjóð, á meðan þær minnkuðu víðast hvar annars staðar í Evrópu.

Lífslíkur, sem má skilgreina sem þau ár sem viðkomandi getur átt von á því að lifa, hafa aukist jafnt og þétt á milli ára í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöld en ekki lengur. 

Þetta kemur fram í skýrslu um stöðuna á Norðurlöndum sem kynnt var í dag á Degi Norðurlandanna. 

Inntak skýrslunnar eru ýmis áhrif kórónuveirufaraldsins á Norðurlöndunum.

Lífslíkur faraldrinum jukust á Norðurlöndunum.
Lífslíkur faraldrinum jukust á Norðurlöndunum.

Dánartíðni jókst í Evrópu

Dr. Nora Sánchez Gassen frá Nordregio, rann­sókn­ar­stofn­un Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar kynnti skýrsluna þar sem helst var horft á lífslíkur og umframdánartíðni, eða dánartíðni sem er umfram það sem venjulega gengur og gerist, í faraldrinum.

Á meðan umframdánartíðni jókst í Evrópu, var hún í öllum Norðurlöndunum mjög svipuð og árin áður, fyrir utan í Svíþjóð þar sem hún jókst, samkvæmt skýrslunni.

Fimm viðburðir voru haldnir í fimm norrænum höfuðborgum í dag til að kynna niðurstöður skýrslunnar en síðasta kynningin fór fram í Norræna húsinu.

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, stýrði umræðum sem fjölluðu um áhrif Covid-19 á heilsu, lífslíkur og dánartíðni fólks á Norðurlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert