Nær 3 milljarðar í náttúruvernd á ferðamannastöðum

Geysir í Haukadal.
Geysir í Haukadal. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, kynnti í dag tillögur að úthlutun árið 2022-2024 úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar nátturu og menningarsögulegum minjum í dag í Hátíðarsal Háskóla Akureyrar.

2.763 milljónir í uppbyggingu innviða

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er stefnumarkandi tólf ára áætlun sem fjallar um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum.

„Á næstu þremur árum er gerð tillaga um að beita 2.763 milljónum í verkefni sem tengjast uppbygginu innviða, hvort sem það er undirbúningur eða framkvæmd, þar af eru 914 milljónir á þessu ári.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umfangið mest við Geysi

Verkefnin næstu árin eru samtals 151 á ríflega 90 stöðum sem dreifast um landið. Umfangið verður hvað mest við Geysi í Haukadal. Meðal þeirra staða sem eru nýjir á Landsáætlun eru Tröllabörn, Gufuskálar, Snæfell, Gerpissvæðið og Straumnesfjall.

Guðlaugur Þór leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa skýra stefnu til framtíðar þegar það kemur að uppbyggingu innviða til verndar nátturu og menningarsögulegum minjum.

„Mikilvægt er að vanda öll vinnubrögð og huga vel að öllum þáttum áður en hafist er handa við uppbyggingu á stöðum í nátturu Íslands. Gæta þarf að jafnvægi ávallt á milli uppbyggingar og verndunar.“

Tröllabörn í Lækjarbotnum, Kópavogi.
Tröllabörn í Lækjarbotnum, Kópavogi. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert