Tveir einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús með brunaáverka eftir sprengingu á Grenivík. Slökkvistarfi er lokið en lögregla rannsakar tildrög slyssins.
Mikill viðbúnaður var á Grenivík, þar sem lögregla, sjúkralið og slökkvilið komu saman við iðnaðarhúsnæði í þorpinu.
Að sögn varðstjóra slökkviliðs varð sprenging í iðnaðarhúsnæði og var allt tiltækt lið, bæði frá Akureyri og Grenivík, sent á staðinn.
Húsnæðið tilheyrir snyrtivörufyrirtækinu Pharmarctica.