Varð undir grjóti á stærð við jeppling

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlmaður var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri í morgun eftir að grjót féll á hann í grjótnámu skammt frá Akureyri.

„Verið var að sprengja í þessari námu og það er grjót á stærð við kannski jeppling sem lendir á gröfu og kremur hana þannig að ökumaðurinn festist inni og slasast talsvert,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar í samtali við mbl.is.

„Við vorum snöggir á vettvang, fórum með tvo sjúkrabíla og dælubíl strax og það var talsverð klippivinna að ná manninum út,“ bætir hann við.

Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.

„Hann fór allavega ekki með flugi suður og verið er að hlúa að honum á sjúkrahúsinu á Akureyri,“ segir Gunnar spurður um líðan mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert