15 milljarða arðgreiðslur til ríkisins

Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, í pontu í Hörpunni í …
Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, í pontu í Hörpunni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Landsvirkjunnar hefur samþykkt að leggja til að arðgreiðslur frá Landsvirkjun til íslenska ríkisins verði 15 milljarðar króna á þessu ári. 

Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, greindi frá þessu í erindi sínu á ársfundi Landsvirkjunnar sem nú fer fram. 

Svigrúm til arðgreiðslna hefur aukist að sögn Jónasar og verðið á norræna orkumarkaðnum sexfaldaðist. 

Eiginfjárhlutfall er hærra en nokkru sinni fyrr eða yfir 53%. 

Rafn­ar Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála og upp­lýs­inga­tækni, sagði í sínu erindi að tekjur Landsvirkjunnar hafi aldrei verið jafn miklar og hagnaðurinn aldrei eins mikill. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert