Grímunotkun valkvæð í fleiri ferðum

Nýjar reglur tóku gildi í gær.
Nýjar reglur tóku gildi í gær. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Nýjar reglur um grímunotkun um borð í flugvélum Icelandair tóku gildi í gær, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Farþegar þurfa nú aðeins að vera með grímu um borð í flugi til og frá Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, París og Zürich.

Grímunotkun er valkvæð í öllu öðru flugi hjá flugfélaginu.

Það á við um flug til og frá Evrópu, innanlandsflug á Íslandi og flug til Grænlands.

Heilbrigðisyfirvöld hvetja þó farþega til að vera með grímu um borð í flugi ef ekki er hægt að tryggja hæfilega fjarlægð á milli fólks.

Ung börn undanþegin

Í flugi til áfangastaða þar sem grímunotkun er enn skylda verða farþegar að hafa grímurnar á sér allt flugið en mega þó taka þær af sér til að neyta matar og drykkja.

Börn sem eru yngri en tveggja ára eru undanþegin grímuskyldu í flugi til og frá Bandaríkjunum. Börnum tíu ára og yngri er ekki skylt að vera með grímur í flugi til og frá Evrópu.

Þá þurfa börn undir sex ára aldri ekki að bera grímur í flugi til og frá Kanada.

Þá eru farþegar sem ekki geta borið grímur af heilsufarsástæðum eða vegna fötlunar undanþegnir grímunotkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert