Hvassahraunsvöllur tilbúinn 2040?

Samkvæmt samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar skal flugvöllur vera í Vatnsmýri …
Samkvæmt samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar skal flugvöllur vera í Vatnsmýri uns annar jafngóður flugvöllur hefur verið byggður. Þar er miðstöð innanlandsflugs. mbl.is/Árni Sæberg

Bæði veður­rann­sókn­ir og flu­g­rann­sókn­ir hafa verið í full­um gangi í Hvassa­hrauni sunn­an Hafn­ar­fjarðar. Ef ákveðið verður að byggja þarna flug­völl gæti hann verið til­bú­inn til notk­un­ar á ára­bil­inu 2035 til 2040, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Þetta upp­lýsti Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra í umræðum á Alþingi ný­lega, þegar hann svaraði fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni þing­manni Pírata. „Miðað við hagræna frum­at­hug­un Rögnu­nefnd­ar­inn­ar er nefni­lega um að ræða 100-150 millj­arða króna sam­fé­lags­leg­an ábata á verðlagi dags­ins í dag af því að byggja flug­völl í Hvassa­hrauni. Það mun­ar nú um minna fyr­ir lands­menn,“ sagði Björn Leví meðal ann­ars. Spurði hann ráðherr­ann hvers vegna þetta verk­efni hafi taf­ist jafn mikið og raun ber vitni.

„Ég hef ekki fengið end­an­leg­ar skýrsl­ur um þetta allt sam­an en í ljós hef­ur komið að þessi ávinn­ing­ur er ekki fyr­ir hendi, enda voru menn þarna að bera sam­an epli og app­el­sín­ur eins og oft ger­ist,“ sagði Sig­urður Ingi í svari sínu.

Veiga­mest­ar nú um stund­ir eru veður­mæl­ing­ar sem hóf­ust í árs­byrj­un 2021. Það er ætlað að þær standi yfir til árs­loka á þessu ári, þ.e. verði al­veg tvö heil ár, seg­ir Sig­urður Ingi. „Helsta áhyggju­efnið þegar rann­sókn­ir hóf­ust var ókyrrð í lofti eða flug­kvika og því hef­ur verið lögð áhersla á að meta hana. Síðan, eins og all­ir þekkja, hófst eld­gos í Fagra­dals­fjalli sem hef­ur aukið vægi nátt­úru­vár í umræðunni,“ bætti hann við.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert