Stöðva greiðslur til Rússlands

Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs.
Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir

„Auðvitað er þetta bara einn pínulítill dropi í lækinn héðan en þetta er eitthvað sem við vildum vera hluti af og þetta var einróma ákvörðun stjórnarinnar,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Stefs.

Stef hefur ákveðið í samstarfi við systursamtök sín í Finnlandi, Danmörku og Noregi að fresta öllum greiðslum til Rússlands þar til innrás Rússa í Úkraínu hefur verið hætt og efnahagslegum þvingunum vegna árásarinnar hefur verið aflétt.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Stef hefur tilkynnt rússnesku höfundarréttarsamtökunum Rao þetta með bréfi. Í sameiginlegri yfirlýsingu Stefs og systursamtaka í nágrannalöndunum segir að þau fordæmi árás Rússa og styðji við bak kollega sinna og félaga í Úkraínu sem líði þjáningar vegna hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert