Um 100 aðilar sýna á Verk og vit

Opnun á sýningunni verk og vit.
Opnun á sýningunni verk og vit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sýningin Verk og vit hófst í dag í Laugardalshöll og stendur yfir fram á sunnudag.

Sýningin er ætluð þeim sem koma að byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð, meðal annars hjá sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, menntastofnunum, hönnuðum og ráðgjöfum.

Fyrstu tveir dagarnir eru ætlaðir fagaðilum en um helgina býðst almenningi upp á að sjá sýninguna.

Opnun á sýningunni verk og vit.
Opnun á sýningunni verk og vit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 100 sýnendur eru á sýningunni

Sýnendur á Verk og vit eru um 100 talsins.

„Það er mikill metnaður hjá sýnendum sem hafa lagt mikla vinnu við undirbúning og hönnun sinna sýningarsvæða sem skilar sér án efa í glæsilegri sýningu,“ segir Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla.

Opnun á sýningunni verk og vit.
Opnun á sýningunni verk og vit. mbl.is/Kristinn Magnússon

AP almannatengsl er framkvæmdaaðili sýningarinnar. Samstarfsaðilar eru innviðaráðuneytið, Landsbankinn, BYKO, Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins.

Opnun á sýningunni verk og vit.
Opnun á sýningunni verk og vit. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka