50 þúsund íbúar heppileg rekstrarstærð

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Ljósmynd/mbl.is

„Já það er margt í gangi hjá okk­ur,“ sagði Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, þegar mbl.is hafði sam­band við hann vegna þeirr­ar upp­bygg­ing­ar sem fram und­an er í þessu næst­stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins. 

Kópa­vogs­bær til­kynnti í gær að 5.600 íbúðir muni koma á markað á næstu tveim­ur ára­tug­um. Íbúum muni á sama tíma fjölga um 15 þúsund. 

„Það er allt á fullu í vest­ur­bæn­um, á Kárs­nes­inu. Nú stytt­ist í að brú­in þar muni rísa. For­send­an fyr­ir þétt­ingu byggðar þar er Borg­ar­lín­an meðal ann­ars. Legg­ur­inn sem kem­ur yfir brúna verði einn besti legg­ur­inn í Borg­ar­lín­unni hvað varðar stytt­ingu ferðatíma. Það þjón­ar auðvitað Garðabæ og Hafnar­f­irði einnig. Hand­an við brúna eru þrír af stærstu vinnu­stöðum lands­ins, há­skól­arn­ir og sjúkra­húsið,“ sagði Ármann.

„Einnig stend­ur mikið til í kring­um Hamra­borg­ina. Bæði í Hamra­borg­inni sjálfri og aust­an við hana í Traðarreit eystri eins og við köll­um hann. Hamra­borg­in er ein fjöl­menn­asta skiptistöð höfuðborg­ar­svæðis­ins í dag og gæti þegar fram líða stund­ir orðið sú öfl­ug­asta. Í Hamra­borg­inni og á báðum Traðarreit­un­um er mik­il upp­bygg­ing framund­an upp á ein­hverj­ar 600-700 íbúðir. Við höf­um talið að með öfl­ug­um al­menn­ings­sam­göng­um sé þétt­ing á þessu svæði mjög hag­kvæm fyr­ir sam­fé­lagið.“

Hluti Smárahverfisins.
Hluti Smára­hverf­is­ins. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Auk þess gangi mjög vel í Smár­an­um eins og fólk hafi séð.

„Þar rísa hús­in mjög hratt. Þar verða á milli 600 og 700 íbúðir og svo er komið nýtt hverfi í Glaðheim­um. Hugs­an­lega fer að stytt­ast í nýtt hverfi þar sem verið er að skipu­leggja nýja 500 íbúða byggð í Vatns­enda­hvarfi. Þetta er allt á döf­inni hjá okk­ur núna og það stend­ur því mikið til,“ sagði Ármann en hverf­in þar sem gert er ráð fyr­ir flest­um nýj­um íbúðum eru Kárs­nes, miðbær Kópa­vogs, Smár­inn, Glaðheim­ar, Vatns­enda­hvarf og Vatns­enda­hlíð en tvö síðast­nefndu hverf­in eru ný.

Íbúum hef­ur fjölgað um 8 þúsund frá 2012

Á næstu tveim­ur ára­tug­um ætti íbúa­fjöldi í Kópa­vogi að fara upp í 50 þúsund en er í dag um 38 þúsund.

„Horft er til næstu tveggja ára­tuga en ég held þó að þessi upp­bygg­ing gæti tekið skemmri tíma. Þegar maður lít­ur til baka þá finnst manni ótrú­legt að það íbú­um hef­ur fjölgað um átta þúsund í Kópa­vogi frá ár­inu 2012 án þess að við eig­um neitt land. Það er í raun ígildi tveggja skóla­hverfa. Í þess­um þétt­ing­areit­um hef­ur verið sjald­gæft að fólk sé að kaupa sína fyrstu íbúð og fjölg­un í leik­skól­um og skól­um hef­ur ekki verið al­veg í sam­ræmi við fjölg­un íbúa.  En við finn­um sterkt fyr­ir því að það sé að breyt­ast. Við finn­um meira fyr­ir því en árin þar á und­an að við séum að fá fyrstu íbúðakaup­end­ur inn í sveit­ar­fé­lagið.“ 

Ármann seg­ir á per­sónu­leg­um nót­um að sveit­ar­fé­lagið hafi tekið ansi mikl­um breyt­ing­um frá því hann flutti í Kópa­vog. „Ég er minn­ug­ur þess að þegar ég flyt suður árið 1987 þá voru Ak­ur­eyri og Kópa­vog­ur svipað fjöl­menn sveit­ar­fé­lög með í kring­um 15 þúsund íbúa.“ 

Hafa ekki meira bygg­inga­land 

Á und­an­förn­um árum hef­ur verið mikið fjallað um skort á fram­boði á hús­næðismarkaði. Segja má að Kópa­vog­ur sé að mæta þess­ari eft­ir­spurn að ein­hverju leyti. 

„Já við höf­um gert það eft­ir fremsta megni og hefðum gert enn bet­ur ef við ætt­um meira land. Við höf­um stund­um bent á að frá 1990 - 2005 risu fimm ný skóla­hverfi í Kópa­vogi: Smára­skóli, Linda­skóli, Sala­skóli, Hörðuvalla­skóli og Vatns­enda­skóli. Þegar þessu upp­bygg­inga­skeiði lauk þá tóku önn­ur sveit­ar­fé­lög ekki við kefl­inu af Kópa­vogi. Það er hluti af skýr­ing­unni í mín­um huga,“ sagði Ármann en þegar þeirri upp­bygg­ingu lýk­ur sem hér er til um­fjöll­un­ar verður lítið sem ekk­ert bygg­inga­land eft­ir í sveit­ar­fé­lag­inu.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þá verður bygg­inga­land upp urið í bæj­ar­land­inu. Þá þyrftu menn að færa ystu mörk byggðar ef sveit­ar­fé­lagið ætti að stækka meira. Ég tel hins veg­ar að það sé mjög gott fyr­ir Kópa­vog að horfa núna á þessi þétt­inga­verk­efni og þá mögu­leika sem eru fyr­ir hendi. Þá verðum við orðin um 50 þúsund og ég held að það sé mjög góð rekstr­ar­stærð.  Önnur sveit­ar­fé­lög eru vænt­an­lega í betri stöðu til að fjölga íbú­um og brjóta nýtt land. Ég held að það muni frek­ar ger­ast meðfram strönd­inni held­ur en upp til fjalla,“ sagði Ármann Kr. Ólafs­son í sam­tali við mbl.is í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert