Rannsóknir Lars H. Smedsrud, prófessors við Háskólann í Bergen, á flutningskerfum hafsins í yfir heila öld benda til þess að flæði Golfstraumsins í Norðurhöfum hafi aukist. Með auknu flæði hlýs sjávar hafi varmaflutningur norður á bóginn aukist um þrjátíu prósent.
Mikilvægt framlag íslenskra vísindamanna til rannsóknar á hafstraumum hafa verið mælingar á Norður-Íslands Irmiger-straumnum á Hornbanka í um tuttugu ár. Steingrímur Jónsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og prófessor við Háskólann á Akureyri, sem kom að rannsókninni segir niðurstöður hennar alls ekki ríma við kenningar um að Golfstraumurinn sé að veikjast.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.