Góðgerðarpizzan safnaði 6,8 milljónum

Samtökin Einstök börn fá afraksturinn.
Samtökin Einstök börn fá afraksturinn. Ljósmynd/Aðsend

Um 6,8 milljónir króna söfnuðust fyrir samtökin Einstök börn þegar Góðgerðarpizzan var seld í níunda sinn 13. til 15. mars.

Um er að ræða samstarfsverkefni Domino‘s og Hrefnu Sætran og hefur það frá árinu 2013 safnað 52 milljónum fyrir hin ýmsu góðgerðarverkefni.

Alls söfnuðust 6.835.916 kr, sem er „hæsta sala per dag frá upphafi og önnur hæsta sala í sögu verkefnisins“, að því er segir í tilkynningu.

Auk þess munu Einstök börn fá 500.000 kr vöruúttekt hjá Domino‘s til notkunar í starfsemi félagsins. Öll sala vegna pizzunnar rennur óskipt til viðkomandi verkefnis hverju sinni.

„Góðgerðarpizzan er verkefni sem okkur þykir sérstaklega vænt um og erum einkar stolt af. Það nær aftur til ársins 2013 og sameinar það að láta gott af sér leiða og njóta sælkerapizzu á sama tíma.Viðtökurnar í ár voru frábærar og þökkum við viðskiptavinum kærlega fyrir að taka þátt en pizzan fékk sérstaklega góðar viðtökur í ár.“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert