30 milljónir til íbúa Úkraínu

FInnur Oddsson og Kristín S. Hjálmtýsdóttir.
FInnur Oddsson og Kristín S. Hjálmtýsdóttir.

Fyrirtæki Haga; Bónus, Hagkaup og Olís hafa með hjálp viðskiptavina safnað 30 milljónum í neyðarsöfnun fyrir íbúa Úkraínu í samstarfi við Rauða krossinn.

Viðskiptavinum fyrirtækjanna hefur verið boðið upp á að bæta við 500 kr. styrktarupphæð við vörukaup sín undanfarnar vikur.

Fyrir hvert framlag hafa Hagar síðan bætt við mótframlagi að sömu upphæð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. 

Samhugur í landsmönnum

„Það var virkilega ánægjulegt að sjá samhug landsmanna með úkraínsku þjóðinni í verki. Þúsundir viðskiptavina okkar hafa tekið þátt í söfnuninni og aðstoðað okkur við að styrkja þetta þarfa málaefni,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Haga í tilkynningunni. 

„Rauði krossinn vill þakka Högum og þeirra viðskiptavinum fyrir stuðninginn. Fjármagnið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita þeim neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert