Blússandi bíladella

Úlfar Hinriksson.
Úlfar Hinriksson. mbl.is/Árni Sæberg

Sennilega hefur enginn starfað lengur við bílasölu en Úlfar Hinriksson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Suzuki bíla hf., en hann hefur unnið á þessum vettvangi í ríflega 52 ár.

Um áramótin 1969-70 byrjaði Úlfar að vinna hjá Sveini Egilssyni hf. í hlutastarfi með námi í skóla. Fljótlega var hann kominn í fullt starf hjá fyrirtækinu og þegar bílaumboðin voru seld keyptu nokkrir starfsmenn með Úlfar og Þorberg Guðmundsson í fararbroddi Suzuki-umboðið, stofnuðu Suzuki bíla hf. 1989 og hófu rekstur í gamla Ford-húsinu í Skeifunni 17, þar sem starfsemin hefur verið síðan.

Til að byrja með unnu átta manns við sölu á bílum og varahlutum, en nú eru um 25 starfsmenn hjá Suzuki og þar af þrír sem hafa verið í hópnum frá byrjun. „Fyrstu 25 árin var sáralítil eða engin starfsmannavelta en síðan hefur fólk hætt vegna aldurs,“ segir Úlfar.

Ýmsar ástæður liggja að baki starfsvali og hún er nærtæk hjá Úlfari. „Það var bara bíladella,“ segir hann og bætir við að hann hafi eignast fyrsta bílinn skömmu eftir að hann hafi tekið bílprófið. „Ég var mikill bílaáhugamaður á þeim árum og hún hefur enst að hluta til en á annan hátt. Ástríðan er öðruvísi en áður og snýst núna fyrst og fremst um viðskiptin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert