Bókaforlögin fengu alls 374 milljónir frá ríkinu

Sem fyrr er Forlagið langstærsti útgefandinn. Það tekur til sín …
Sem fyrr er Forlagið langstærsti útgefandinn. Það tekur til sín 91 milljón af heildarsummunni fyrir 109 verk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bókaforlög fengu tæpar 374 milljónir króna í endurgreiðslur frá íslenska ríkinu á síðasta ári. Greiðslurnar eru inntar af hendi í samræmi við lög sem sett voru til að styðja tímabundið við íslenska bókaútgáfu. Fyrsta heila starfsár nýs sjóðs sem settur var á fót vegna þessa var árið 2020 og það ár voru greiddar út 398 milljónir króna.

Á síðasta ári voru afgreiddar 732 umsóknir um endurgreiðslu og heildarkostnaður við þær sem taldist endurgreiðsluhæfur var rúmar 1.495 milljónir króna. Endurgreiðslan nemur fjórðungi kostnaðar, alls 374 milljónir króna. Rétt er að hafa í huga að margar þeirra bóka sem fengu endurgreiðslu í fyrra voru gefnar út árið 2020 enda hafa útgefendur níu mánuði frá útgáfudegi til að sækja um.

Þegar rýnt er í þá kostnaðarliði sem fylgja bókaútgáfunni og ríkið greiðir fyrir má sjá að prentun vegur þyngst, eða 28,1% kostnaðarins. Þar á eftir koma höfundarlaun, 20,2%, þá auglýsingar, 12,9%, ritstjórn, 9,8%, hönnun, 8,6%, og þýðingar 7,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert