„Erum ekki að fara inn í þessi átök“

„Við erum með milljónir á flótta og þarna við borðið …
„Við erum með milljónir á flótta og þarna við borðið sitja ríki sem eru að taka á móti miklum fjölda fólks, milljónum Úkraínumanna,“ segir Katrín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst hafa fundið fyrir mjög mikilli samstöðu á leiðtogafundi ríkja Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var í Brussel á fimmtudag.

„Hún byggir á mjög skýrum forsendum, það er þessi kjarnagrein bandalagsins um að árás á eitt ríki feli það í sér að hin ríkin grípi til varna fyrir það ríki. Þetta er auðvitað búið að margárétta undanfarnar vikur, enda alveg ljóst að ríkin sem liggja næst átökunum eru áhyggjufull,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið.

Fundurinn var haldinn vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu.

Spurð hvort rædd hafi verið viðbrögð við mögulegri efnavopnaárás kveður hún já við en tekur fram að trúnaður ríki um allt sem fram fór.

„Það sem er mikilvægt í þessu er að við stöndum fast á því að við, Atlantshafsbandalagið, erum ekki að fara inn í þessi átök,“ segir Katrín. „En eins og kemur fram í yfirlýsingunni eftir fundinn, varðandi beitingu efnavopna, þá segir bandalagið að þarna sé í raun og veru lína sem ekki megi fara yfir.“

Getur haft skaðleg áhrif á hungur í heiminum

Afleiðingarnar fyrir óbreytta borgara séu henni ofarlega í huga. „Við erum með milljónir á flótta og þarna við borðið sitja ríki sem eru að taka á móti miklum fjölda fólks, milljónum Úkraínumanna,“ segir Katrín.

„Við sjáum þessar hörmungar sem fylgja og þegar við horfum lengra fram í tímann þá vitum við það að efnahagslegar afleiðingar geta orðið verulega neikvæðar. Þarna er stór hluti af hveitiframleiðslu heimsins og þetta getur haft skæð áhrif á hungur í heiminum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert