Ítreka óskir um bætt öryggi

Horft yfir efri hluta Hverfisgötu.
Horft yfir efri hluta Hverfisgötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar vinnur nú að gerð tillögu um umferðaröryggisaðgerðir ársins 2022. Þörf á bættum gönguþverunum í Hverfisgötu er nú þegar skráð í vinnugrunn umferðaröryggisaðgerða borgarinnar en í grunninn eru nú skráðir á um fjórða hundrað staðir þar sem þörf er á umferðaröryggisaðgerðum. Ekki liggur fyrir hvaða aðgerðir verður farið í að svo stöddu.“

Þetta kemur fram í svari samgöngustjóra Reykjavíkur við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggismál á Hverfisgötu.

Í svari samgöngustjórans kemur fram að á hverju ári hafi umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar ákveðið fjármagn sem ætlað er í umferðaröryggisaðgerðir en ekki sé raunhæft að ná að lagfæra alla hættustaði á einu ári sökum umfangs og kostnaðar. Því sé nauðsynlegur hluti vinnunnar að forgangsraða aðgerðum og reyna að hámarka árangur í að fyrirbyggja alvarleg slys í samræmi við stefnu borgarinnar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert