Kári kom, Kári fór

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti að koma í viðtal til Páls Magnússonar í Dagmálum.

Því var hins vegar ekki ætlað að verða. Páll segir:

„Kári kom en gat því miður ekki beðið í þær tíu mínútur sem tökur höfðu tafist hér í þessum þætti og fór.“

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. mbl.is

Ræddu sölu á hlut ríkisins

Í öðrum þætti Páls Magnússonar í Dagmálum mættu þau Óli Björn Kárason og Kristrún Frostadóttir til umræðna.

Rætt var um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka og ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta um innrásina í Úkraínu, auk þess sem Kristrún var spurð hvort hún yrði í framboði til formanns á næsta flokksþingi Samfylkingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert