Þjóð meðal Evrópuþjóða

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur orðið meira áberandi að undanförnu. Páll Magnússon ræddi um þessi málefni við Óla Björn Kárason, formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Kristrúnu Frostadóttir, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í Dagmálum.

Snýst um varnarmál líka

Spurð hvort það sé rétt að tengja umræðuna við öryggishagsmuni og varnarmál sem tengjast innrás Rússa inn í Úkraínu segir Kristrún:

„Auðvitað er leiðin til varnar ekki bara í gegnum her. Þetta snýst líka um að standa með og vera í pólitísku bandalagi með þjóðum sem að standa vörð um mannréttindi, frelsi og lýðræði. Það er auðvitað að koma upp líka mjög mikil samstaða í Evrópu, ekki bara sem snýr að varnarmálum í tengslum við Úkraínu í dag heldur líka hvernig það er brugðist við sem Evrópusambands heild.“

Um ástæður þess að Ísland ætti að ganga inn í Evrópusambandið segir Kristrún:

„Ástæðan til að ganga inn í Evrópusambandið, að mínu mati, er að vera þjóð meðal Evrópuþjóða, taka þátt ekki bara í viðskiptalegu og efnahagslegu sjónarmiði eins og EES heldur pólitísku bandalagi líka og síðan kemur auðvitað þessi varnarhlið líka inn núna.“

Páll Magnússon, Óli Björn Kárason og Kristrún Frostadóttir.
Páll Magnússon, Óli Björn Kárason og Kristrún Frostadóttir. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert