Fylgjast grannt með vatnsgæðum vegna leysinganna

Há vatnsstaða í Elliðaám sést hér við Rauðhóla.
Há vatnsstaða í Elliðaám sést hér við Rauðhóla. mbl.is/Óttar

Há vatnsstaða í Elliðaám hefur ekki haft áhrif á gæði neysluvatns að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Veita. 

Áber­andi mikið vatn er í Elliðaám sem stend­ur og flæða þær því yfir bakka sína á nokkr­um stöðum. Árnar flæða meðal annars yfir bakka sína í Víðidal og við Breiðholts­braut. Rennslið í ánum fór vax­andi fyr­ir helgi þar sem mikl­ar leys­ing­ar standa nú yfir.

mbl.is/Óttar

Telur örverurnar á rauntíma

„Vatnsstaðan er mjög há hjá okkur og við fylgjumst grannt með,“ segir Ólöf í samtali við mbl.is. 

Hún segir vatnsstöðuna ekki hafa haft áhrif á vatnsgæði.

„Við settum upp fyrir nokkrum árum teljara sem telur örverurnar í vatninu í rauntíma, það er helst þegar það eru svona miklar leysingar, að örverum í vatninu geti fjölgað. Þannig að við getum fylgst mjög náið með gæðum vatnsins og þetta er ekki að hafa áhrif á þau núna.“

mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert