Sólveig Anna náði ekki kjöri

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af þeim tíu sem sóttust eftir kjöri í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins á föstudag, náðu þrír ekki kjöri.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stærsta stéttarfélagsins innan sambandsins, var ein þeirra.

Þetta staðfestir Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður sambandsins. Vísir greindi fyrst frá. 

Framkvæmdastjórn sambandsins skipa nú:

Formaður: Vilhjálmur Birgisson, Verkalýðsfélag Akraness

Varaformaður: Guðbjörg Kristmundsdóttir, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Aðalmenn:

  • Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag
  • Anna Júlíusdóttir, Eining-Iðja
  • Eyþór Þ. Árnason, Verkalýðsfélagið Hlíf
  • Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélag Suðurlands
  • Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFL Starfsgreinafélag
  • Ragnar Ólason, Efling stéttarfélag
  • Þórarinn Sverrisson, Aldan stéttarfélag
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert