Þrefalt rennsli og árnar flæða yfir bakka sína

Svona er umhorfs í Elliðaárdal.
Svona er umhorfs í Elliðaárdal. Ljósmynd/Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Áberandi mikið vatn er í Elliðaám sem stendur og flæða þær því yfir bakka sína á nokkrum stöðum. Árnar flæða m.a. yfir bakka sína í Víðidal og við Breiðholtsbraut. Rennslið í ánum fór vaxandi fyrir helgi þar sem miklar leysingar standa nú yfir, að því er fram kemur í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

„Ofar á vatnasviði árinnar eru árnar Hólmsá og Bugða í miklum vexti. Vatnamælir Veðurstofunnar sýnir að rennsli í Hólmsá náði 30m3/sek í gærkvöldi og hafði rennslið þá þrefaldasta síðan í gærmorgun,“ segir í færslunni. 

Þar kemur fram að við Norðlingaholt og Rauðhóla séu stór gróðurlendi á kafi í vatni.

„Malbikaður göngustígur meðfram ánni er meðal annars á kafi og er ófær. Flóðið við Norðlingaholt má hinsvegar að hluta til skrifa á inngrip manna, því göngu- og hestabrú syðst við Norðlingaholt þrengir verulega að Bugðu og er flóðið ofan brúarinnar. Þegar þetta er skrifað má litlu muna að áin nái í brúargólfið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert