55 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19, þar af þrjú börn. Þetta kemur fram á vef spítalans þar sem tekin var saman staðan klukkan 9 í dag.
Í gær greindi spítalinn frá því að eitt barn væri á nýburagjörgæslu með Covid-19 en í tilkynningunni í dag kemur ekkert fram um slíkt.
Af þeim 55 sem liggja á spitala eru 51 eru með virkt smit. Tveir eru í gjörgæslu og báðir í öndunarvél.
Þá starfar Landspítalinn enn á neyðarstigi.
81 voru á spítalanum með sjúkdóminn þegar staðan var tekin fyrir tæpum þremur vikum.
Alls hafa 97 látist á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins, að því er segir á covid.is.