Jóhann M. Andersen, starfandi yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi, gagnrýnir endurtúlkun kjara- og mannauðssýslu ríkisins á kjarasamningi lækna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Um er að ræða „breytingu á staðarvakt“ lækna sem hefur hingað til falið í sér greiddar fjórar yfirvinnustundir ef læknir er kallaður á vakt innan 24 klukkustunda. Nú er aftur á móti ekki greitt aukalega.
Jóhann skrifar að þessir fjórir tímar séu ódýrari en tvö hefðbundin PCR-próf, sem miklum peningum hafi verið eytt í undanfarin ár.