Geta ekki beðið í fimm ár eftir þjóðarhöll

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri er undr­andi á því að ekki sé gert ráð fyr­ir þjóðarleik­vöng­um í nýrri fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2023 til 2027. Borg­in ætl­ar að reisa sér­stakt hús fyr­ir Þrótt og Ármann í Laug­ar­daln­um ef ríkið ræðst ekki í bygg­ingu þjóðar­hall­ar inn­iíþrótta. 

„Ég batt von­ir við að það kæmu fjár­mun­ir inn á þessa fimm ára fjár­mála­áætl­un. Við höf­um lagt mikla áherslu á að það þyrfti. Ég held að mitt næsta verk­efni sé að leita skýr­inga á af hverju svo er ekki. Það skipt­ir máli að vita þetta hratt og vel, borg­in get­ur ekki beðið,“ seg­ir Dag­ur.

Fram kem­ur í fjár­mála­áætl­un­inni að enn sem komið er séu áform um þjóðarleik­vanga á byrj­un­arstigi og að end­an­legt um­fang fram­kvæmd­anna liggi ekki fyr­ir. Þess vegna þyki ekki tíma­bært að gera ráð fyr­ir þeim í áætl­un­inni.

Laugardalshöll.
Laug­ar­dals­höll. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Spurður hvort rík­is­stjórn­in átti sig ekki á þörf­inni á nýj­um þjóðarleik­vöng­um kveðst Dag­ur ekki vilja full­yrða um það. Gefn­ar hafi verið mjög skýr­ar yf­ir­lýs­ing­ar og býsna skýr fyr­ir­heit um slík­ar fram­kvæmd­ir í aðdrag­anda síðustu þing­kosn­inga.

„Auðvitað á eft­ir að mæla fyr­ir þessu á þing­inu og það geta orðið breyt­ing­ar en ef þetta á að verða skipt­ir mjög miklu máli að það sé skýrt.“

Svör á þessu vori

Dag­ur seg­ist hafa verið skýr í sam­töl­um sín­um bæði við ráðherra, íþrótta­fé­lög í Reykja­vík og sér­sam­bönd um að svör fá­ist á þessu vori, enda hafi borg­in um nokk­urt skeið tekið frá fjár­muni til að geta farið í fram­kvæmd­ir í Laug­ar­daln­um vegna brýnn­ar þarfar.

„Ef rík­is­stjórn­in er að ýta þjóðar­hall­ar­verk­efn­inu fimm ár fram í tím­ann þá hef ég verið al­veg skýr á því að við get­um ekki beðið eft­ir því. Þá reis­um við bara sér­stakt hús fyr­ir Þrótt og Ármann í Laug­ar­daln­um.“

Laugardalsvöllur.
Laug­ar­dalsvöll­ur. mbl.is/​Hari

Þarf fjár­muni í Laug­ar­dalsvöll

Hvað nýj­an þjóðarleik­vang í Laug­ar­daln­um varðar seg­ir Dag­ur töl­urn­ar skipta mestu máli núna. „Það þarf pen­inga ef þetta á að verða. Fjár­mála­áætl­un er ein­mitt til þess að setja fjár­muni í það sem á að fara af stað og ég er hissa á því að þessi áform séu ekki þar á meðal.“

Dag­ur talaði um það á íbúa­fundi í Laug­ar­dal í fe­brú­ar að hann myndi leggja til við borg­ar­ráð 5. maí að nýtt íþrótta­hús yrði byggt í Laug­ar­dal ef ekki yrði minnst á þjóðar­höll í fjár­mála­áætl­un­inni.

Stend­ur það lof­orð?

„Það stend­ur. Ef það verða ekki skýr svör um að þetta sé að fara af stað strax mun borg­in fara í það að byggja sér­stakt hús fyr­ir börn og ung­linga í Laug­ar­daln­um. Þetta hef­ur verið mín skýra afstaða í sam­skipt­um við alla sem að mál­inu koma. Það á ekki að koma á óvart,“ grein­ir borg­ar­stjór­inn frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert