Verðbólguhorfur versnað

Hækkanir á verði húsnæðist hafa reynst þrálátar.
Hækkanir á verði húsnæðist hafa reynst þrálátar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Bú­ist er við að verðbólga verði 5,9% að meðaltali í ár en hjaðni í 3,5% á næsta ári. Hækk­an­ir á verði hús­næðis hafa reynst þrálát­ar, þá hafa hrávör­ur einnig hækkað hratt vegna átak­anna í Úkraínu og óvissa um verðþróun er­lend­is auk­ist. Þetta kem­ur fram í þjóðhags­spá Hag­stofu Íslands.

Þar seg­ir einnig að staða á vinnu­markaði í upp­hafi árs hafi verið sterk en áætlað er að at­vinnu­leysi verði 4,3% að meðaltali á ár­inu. Þá varð kaup­mátt­ur launa sterk­ari á síðasta ári þegar hann jókst um 3,7% en vegna auk­inn­ar verðbólgu er gert ráð fyr­ir að hann auk­ist um 1% í ár.

Auk­in óvissa vegna stríðsins

Bú­ist er við að hag­vöxt­ur muni einnig lækka á næstu tveim­ur árum. Talið er að hann verði 4,6% í ár en muni lækka um tæp tvö pró­sentu­stig á næsta ári, eða niður í 2,7%. Á þar næsta ári lækk­ar hann enn frek­ar og verður kom­inn í 2,2%.

Í þjóðhags­spánni kem­ur fram að óvissa vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hafi vissu­lega minnkað en á móti kem­ur að auk­in óvissa er nú vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu og af­leiðinga stríðsins á heims­hag­kerfið.

Útflutn­ing­ur muni vaxa um 16%

Þá er reiknað með að einka­neysla auk­ist um 4,2% í ár og 3,4% árið 2023. Bú­ist er við að fjár­fest­ing­ar muni vaxa um 5% en hægja mun á þeirri þróun á næsta ári, m.a. vegna minni fjár­fest­ing­ar í skip­um og flug­vél­um. 

Horf­ur eru á að út­flutn­ing­ur vaxi um 16% í ár og 5,8% á því næsta, má m.a. rekja þá þróun til bata í ferðaþjón­ustu. Þá er reiknað með 12,4% aukn­ingu inn­flutn­ings í ár og 4,9% á því næsta, er það m.a. vegna meiri neyslu Íslend­inga er­lend­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert