Verði kastað út í hafsauga

Jóhann Páll Jóhannsson.
Jóhann Páll Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar má sjá ótrú­legt skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart al­mannaþjón­ustu í land­inu, gríðarlegt út­gjaldaaðhald og van­fjár­mögn­un á okk­ar sam­eig­in­legu stofn­un­um.

Þetta sagði Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins og bætti við að þetta væri þvert á fög­ur fyr­ir­heit í stjórn­arsátt­mála.

„Ég vona að það séu ein­hver mál á leiðinni. Ég vona að þess­ari fjár­mála­áætl­un verði nú bara kastað eitt­hvert út í hafsauga og ný lögð fram því þetta er al­gjör­lega úr takti við það sem hef­ur verið lagt hér upp með og það sem talað var um í kosn­inga­bar­átt­unni í haust,“ sagði Jó­hann Páll.

Sam­drátt­ur í íbúðakerfi með handafli

Hann steig aft­ur í pontu síðar og nefndi að sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un ætli rík­is­stjórn­in að lækka stofn­fram­lög til al­menna íbúðakerf­is­ins um tvo millj­arða króna. Þannig ætli hún að fram­kalla sam­drátt í fram­boði af fé­lags­legu hús­næði með handafli.

„Þetta sama fólk vog­ar sér svo að hía alltaf á Reykja­vík­ur­borg, sveita­fé­lagið sem ber uppi fé­lags­lega hús­næðis­upp­bygg­inu og það að liðka fyr­ir henni á Íslandi. Það er skömm að þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert