„Við þurfum að herða okkur í uppbyggingunni“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Unnur Karen

„Við eigum alveg að geta tekist á við þessa áskorun,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, vegna skýrslu McKinsey sem segir að þörf verði fyrir 50% fleiri rými á Landspítala árið 2040 en áætlað er að verði í boði eftir byggingu nýs Landspítala við Hringbraut.

Willum segir í viðtali við mbl.is að skýrslan hafi ekki komið sér á óvart.

Bætir hann við að ekki þurfi að fara í aðrar framkvæmdir á stærð við nýjan Landspítala við Hringbraut en hins vegar: „þurfum við að herða okkur í uppbyggingu hjúkrunarrýma og í heimahjúkruninni og göngudeildarþjónustu víðs vegar.“

Þurfa ekki að breyta áætlunum alvarlega

Willum segir að: „þróunin er þannig að aukning í eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu er um 2% á ári, sökum lýðfræðilegra breytinga eins og breyttri aldurssamsetningu.“

Willum Þór bætir við að áætlanir heilbrigðisráðuneytisins muni ekki taka stórum breytingum vegna niðurstöðu skýrslunnar. 

Í skýrslunni kemur fram að ef ekki sé gripið til stór­tækra aðgerða af hálfu Land­spít­ala og heil­brigðis­kerf­is­ins í víðara sam­hengi muni vinnu­aflsþörf aukast um um það bil 36% og kostnaður um u.þ.b. 90%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert