Vilja heimila áfengis- og veðmálaauglýsingar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:56
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:56
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Þeir Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, og Óli Björn Kára­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, eru sam­mála um það að það sé eng­in ástæða til að hafa strang­ari lög og regl­ur um aug­lýs­ing­ar hér á landi en í ná­granna­ríkj­um okk­ar.

Í ný­leg­um þætti Dag­mála ræddu þeir Sig­mar og Óli Björn um stöðu fjöl­miðla og hvernig hægt sé að renna sterk­ari stoðum und­ir rekst­ur einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi. Gísli Freyr Val­dórs­son, frétta­stjóri viðskipta á Morg­un­blaðinu og þátta­stjórn­andi þátt­ar­ins, spurði þá meðal ann­ars að því hvort til­efni væri til að heim­ila áfeng­is- og veðmála­aug­lýs­ing­ar í ís­lenk­um miðlum, þar sem ís­lensk­ir neyt­end­ur sæju þær hvort eð er í er­lend­um miðlum hér á landi.

Sig­mar sagði í þætt­in­um að það væri eng­in ástæða væri fyr­ir því í vel upp­lýstu þjóðfé­lagi að reglu­verkið væri þrengra en í ná­granna­ríkj­un­um. Óli Björn sagði í fram­hald­inu að það að banna markaðssetn­ingu á lög­leg­um vör­um gengi ekki upp í sín­um huga.

Hægt er að horfa á þess­ar sam­ræður hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert