Banaslys varð í gærkvöldi þegar karlmaður, sem var einn á ferð á vélsleða, lést eftir að hafa lent í slysi nærri Bröttubrekku á Vesturlandi. Frá þessu greinir lögreglan á Vesturlandi.
Vélsleðamenn sem áttu leið um fundu hinn látna en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur.
Banaslysið er til rannsóknar segir á vef lögreglunnar.