RÚV megi ekki drepa niður nýsköpun annarra

Það eiga að vera takmörk á því hversu langt Ríkisútvarpið (RÚV) má teygja sig inn á vettvangi þar sem einstaklingar hafa haslað sér völl og búið sér til tekjulindir með framleiðslu á eftirsóttu efni, svo sem hlaðvörpum.

Þeir voru sammála um þetta þeir þeir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þeir ræddu stöðu fjölmiðla og samkeppni einkamiðla við RÚV í nýlegum þætti Dagmála.

Talið barst meðal annars að hlaðvarpsgerð RÚV sem hefur farið vaxandi á sama tíma og fjölmargir einkaaðilar hafa sett á fót hlaðvörp. Óli Björn sagði að RÚV væri komið út fyrir hlutverk sitt en Sigmar benti á að koma þyrfti því efni sem framleitt væri af RÚV út til fólks.

„Það má hins vegar ekki vera einhver kæfandi hönd sem drepur niður alla nýsköpun sem er á öðrum sviðum, það þarf að vera eitthvað jafnvægi,“ sagði Sigmar.

Hægt er að horfa á þessar samræður hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert