Þýski iðnrisinn Heidelberg hyggst reisa verksmiðju í Þorlákshöfn, þar sem blanda á saman efnum úr móbergsfjöllunum Litla-Sandfelli og Lambafelli. Fyrirtækið Eden, í eigu Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar, fer með námuréttindi í fjöllunum.
Eiríkur segir að úr móbergi fjallanna eigi að fást fullkomin efnablanda fyrir sementsframleiðslu. Hann ræðir við Viðskiptamoggann í dag.