Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, segir íbúa borgarinnar ekki verða vara við stríðið í Úkraínu nema með óbeinum hætti. Enda eigi það sér stað langt í burtu.
Fólk finnur áhrif viðskiptabannsins á vestrænar verslanakeðjur sem hafa lokað dyrum sínum. Hann segir hillur margra verslana tómar og verðlag hækkað, en gengi rúblunnar hefur fallið um helming frá áramótum.
Lengra viðtal við Árna er að finna í Morgunblaðinu í dag.